Hljómatríóið (1945-62)

engin mynd tiltækHljómatríóið var tríó harmonikkuleikaranna Jenna Jóns, Ágústs Péturssonar og Jóhanns Eymundssonar, í sveitinni spilaði Jenni reyndar á trommur.

Tríóið var stofnað 1945 og lék á alls kyns samkomum allt til ársins 1962, og urðu reyndar svo frægir að leika undir á plötu með Alfreð Clausen 1954. Aldrei sendi Hljómatríóið þó sjálft frá sér efni þrátt fyrir að innihalda tvo öfluga og virka lagahöfunda, þá Jenna og Ágúst.