Hljómar [2] [útgáfufyrirtæki] (1974-75)

engin mynd tiltækÚtgáfufyrirtækið Hljómar var í eigu Gunnars Þórðarsonar og Rúnars Júlíussonar en þeir stofnuðu það eftir að samnefnd hljómsveit hætti störfum 1974. Útgáfan gaf m.a. út efni Lónlí blú bojs, Hljóma og fleiri en alls komu út átján titlar hjá útgáfunni.

Ágreiningur milli Gunnars og Rúnars varð til þess að þeir splittuðu fyrirtækinu og urðu þá til Geimsteinn (sem Rúnar starfrækti til dauðadags 2008) og Ýmir (í eigu Gunnars) árið 1976. Útgáfan starfaði í tvö ár, 1974 – 75. Rúnar sá um daglegan rekstur en Gunnar vann meira að því sem sneri að tónlistinni sjálfri.