Hor [2] (um 1990)

engin mynd tiltækHljómsveitin Hor var starfrækt á Selfossi og nágrenni upp úr 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Jónas Már Hreggviðsson söngvari og bassaleikari, Gísli Rafn Gylfason gítarleikari, Ragnar [?] hljómborðsleikari og Sigurður Óli [?] trommuleikari. Hor átti lag á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn sem út kom 1993. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hljómsveitina.