Harpa Gunnarsdóttir (1965-)

Harpa Gunnarsdóttir

Harpa Gunnarsdóttir

Harpa Gunnarsdóttir söng níu ára gömul inn á fjögurra laga plötu sem Tónaútgáfan á Akureyri gaf út 1975, Harpa (f. 1965) sem Pálmi Stefánsson í Tónaútgáfunni uppgötvaði á Mikka Mús söngskemmtun hjá Lionsklúbbi á Akureyri, söng aðeins á þessari einu plötu en á henni var að finna erlend lög við íslenska texta Birgis Marinóssonar. Öll eru erlendu lögin kunn en eitt þeirra er bítlalagið Obladi oblada.

Þótt Harpa syngi ekki meira inn á plötur söng hún eitthvað áfram opinberlega á Akureyri þar sem hún bjó framan af. Hún varð síðar sjúkraþjálfari og fjármálastjóri Hrafnistu.

Efni á plötum