Hobbitarnir (2004-)

Hobbitarnir

Dúettinn Hobbitarnir var stofnaður 2004 í Sandgerði og hefur verið starfandi allt til dagsins í dag. Meðlimir hans eru Ólafur Þór Ólafsson og Hlynur Þór Valsson en báðir spila þeir á gítar og syngja. Hobbitarnir hafa einkum skemmt á heimavelli þótt þeir fari víða um land. Þeir hafa á skemmtunum sínum spilað eigið efni auk þess að útfæra ýmis þekkt lög á eigin hátt.

Dúettinn hefur aukinheldur unnið að öðruvísi verkefnum, t.a.m. önnuðust þeir tónlistarþáttinn í uppfærslu Grunnskólans í Sandgerði á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Margréti Sigurðardóttur og Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, og unnu stuðningsmannalag Keflvíkinga í knattspyrnu 2009.