Mound (1994-96)

Mound

Rokksveitin Mound af Suðurnesjunum (líklega Keflavík) starfaði árið 1994 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar, sveitin kom ekki í úrslit.

Meðlimir sveitarinnar voru þá Guðmundur Vigfússon bassleikari, Bjarni Rafn Garðarsson trommuleikari, Guðmundur Sigurðsson gítarleikari og Þráinn Guðbjörnsson gítarleikari og söngvari.

Ekkert spurðist til Mound í langan tíma eftir Músíktilraunir en hún virðist þó hafa verið starfandi vorið 1996.