Gott [2] (1991-92)

Unglingasveitin Gott starfaði á árunum 1991-92 á höfuðborgarsvæðinu og lék m.a. á bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1992. Sveitin hafði verið stofnuð snemma um veturinn á undan en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Gotts voru þeir Bjarki Ólafsson hljómborðsleikari, Matthías Matthíasson söngvari og gítarleikari og Sveinbjörn Bjarki Jónsson hljómborðs-, slagverks- og gítarleikari.

Móa [2] (1996-98)

Á árunum 1996 til 98 starfrækti Móeiður Júníusdóttir hljómsveit sem lék með henni víða hér heima og erlendis en hún var þá að eltast við frægðardrauma erlendis. Sveitin bar að öllum líkindum nafn hennar og voru meðlimir hennar auk Móeiðar þeir Hjörleifur Jónsson trommuleikari, Kristinn Júníusson bassaleikari, Haraldur [?] Bergmann hljómborðsleikari, og Sveinbjörn Bjarki Jónsson…

Mind in motion (1991-93 / 2014)

Danssveitin Mind in motion var framarlega í þeirri danstónlistarbylgju sem gekk yfir landið um og upp úr 1990, sveitin sendi frá sér nokkur lög og ein kassetta ku liggja eftir þá félaga en þrátt fyrir nokkra leit finnast ekki upplýsingar um hana. Mind in motion var stofnuð í nóvember 1991 af þremur ungum Breiðhyltingum, það…

Scope (1993-95)

Hljómsveitin Scope gerði það ágætt þann tíma sem hún starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar en það er einkum stórsmellurinn Was that all it was, sem heldur minningu sveitarinnar á lofti. Scope var stofnuð snemma á árinu 1993 þegar Grétar Ingi Gunnarsson, Sveinbjörn Bjarki Jónsson og Margeir Ingólfsson fóru að skapa danstónlist saman,…