Borgarbræður [2] (1998-2002)

Borgarbræður

Borgarbræður var söngflokkur, að öllum líkindum tvöfaldur kvartett sem starfaði innan Borgarkórsins á árunum 1998 til 2002. Þeir bræður komu stundum fram á tónleikum Borgarkórsins en einnig sem sjálfstæð eining við önnur tækifæri, þeir munu meðal annars hafa sungið rakarastofusöngva eins og það er kallað.

Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Borgarbræðra en stjórnandi hópsins var Örn S. Kaldalóns.