The Baker sons (1999)

The Baker sons var dúett sem starfaði að öllum líkindum á Patreksfirði en þar spilaði hann haustið 1999. Meðlimir The Baker sons voru bræðurnir Sigmar Rafnsson og Gestur Rafnsson sem báðir léku á gítara og sungu. Ekki er víst að þeir bræður hafi komið oftar fram en þetta eina skipti.

Bjórbandið [2] (1992-93)

Hljómsveitin Bjórbandið var ekki starfandi sveit en var sett saman fyrir bjórkvöld körfuknattleiksdeildar Harðar á Patreksfirði haustið 1992. Meðlimir Bjórbandsins voru Aðalsteinn Júlíusson söngvari, Finnur Björnsson hljómborðsleikari Nuno Miguel Carillha trommuleikari og söngvari, Símon [?] gítar- og bassaleikari, Sævar Árnason gítar- og bassaleikari og Þórarinn Hannesson söngvari. Réttu ári síðar var leikurinn endurtekinn en meðlimaskipan…

Neistar [4] (1975)

Hljómsveitin Neistar starfaði á Patreksfirði árið 1975 en þar með eru allar upplýsingar um sveitina upp taldar. Frekari heimildir um þess vestfirsku sveit óskast sendar Glatkistunni.

Blús milli fjalls og fjöru

Blúshátíðin „Blús milli fjalls og fjöru“ verður haldin á Patreksfirði helgina 2. og 3. september næstkomandi en þetta er í fimmta sinn sem hátíðin fer fram. Það verða stórmenni í tónlistarlífi landans, þeir KK og Maggi Eiríks, sem hefja leik á föstudagskvöldinu. Þessa snillinga er óþarft að kynna enda miklir áhugamenn um blústónlist og hafa…

Patró (?)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Patró sem starfaði á Patreksfirði, hugsanlega á níunda áratug síðustu aldar. Allt viðkomandi þessa sveit væri vel þegið.

Jenni Jóns (1906-82)

Margir muna eftir Jenna Jóns en hann var einn helsti laga- og textahöfundur landsins hér áður, auk þess að starfrækja Hljómatríóið lengi vel. Jenni Kristinn Jónsson (f. 1906) fæddist í Ólafsvík en bjó á Patreksfirði framan af og tengdi sig alltaf við staðinn. Tónlistaráhuginn kom snemma hjá Jenna og hann eignaðist sína fyrstu harmonikku aðeins…

Karlakórinn Fram (1937-38)

Karlakórinn Fram starfaði á Patreksfirði á árunum 1937 og 38, hugsanlega nokkuð lengur. Jónas Magnússon skóla- og sparisjóðsstjóri á Patreksfirði stjórnaði kórnum en aðrar upplýsingar um þennan karlakór finnast ekki.

Kaktus [1] (1970)

Hljómsveitin Kaktus starfaði á Patreksfirði og lék þar og í nærsveitum árið 1970 og sjálfsagt lengur, þá var talað um hana sem vinsælustu sveitina í Barðastrandasýslu. Meðlimir Kaktuss voru Matthías Garðarsson söngvari og gítarleikari (Straumar), Friðrik Þór Haraldsson gítarleikari, Rafn Hafliðason gítarleikari og Reynir Finnbogason trommuleikari. Viðar Jónsson bættist í hópinn vorið 1970 en ekki…

Lóa léttlynda (?)

Hljómsveitin Lóa léttlynda var starfrækt á Patreksfirði fyrir margt löngu. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um sveitina.

Útlendingahersveitin [1] (1982-83)

Útlendingahersveitin var hljómsveit starfandi á Patreksfirði 1982 og 83. Meðlimir hennar voru Sævar Árnason gítarleikari, Davíð Hafsteinsson trommuleikari og Kristófer Kristófersson bassaleikari. Þannig skipuð starfaði sveitin til vorsins 1983 en þá bættist Kolbeinn Þorsteinsson gítarleikari í hópinn og var nafni sveitarinnar breytt í Hersveitin

Æðruleysi (1989)

Hljómsveitin Æðruleysi var frá Patreksfirði en hún var stofnuð upp úr Rokkkvörninni sem hafði þá starfað um árabil vestra. Meðlimir Æðruleysis voru Sigurður Ingi Pálsson trommuleikari og söngvari, Hilmar Árnason bassaleikari, Gústaf Gústafsson gítarleikari og Stefán Stefánsson gítarleikari og söngvari. Sveitin átti lag á safnplötunni Vestan vindar sem kom út árið 1989 en það var…