Æðruleysi (1989)

Hljómsveitin Æðruleysi var frá Patreksfirði en hún var stofnuð upp úr Rokkkvörninni sem hafði þá starfað um árabil vestra.

Meðlimir Æðruleysis voru Sigurður Ingi Pálsson trommuleikari og söngvari, Hilmar Árnason bassaleikari, Gústaf Gústafsson gítarleikari og Stefán Stefánsson gítarleikari og söngvari.

Sveitin átti lag á safnplötunni Vestan vindar sem kom út árið 1989 en það var fyrsta hljóðritaða lagið frá rokkgrúppu frá Patreksfirði.