Æsir [1] (1973-75)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Æsi sem mun hafa verið til um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar.

Æsir voru líklega stofnaðir haustið 1973 og spilaði sveitin nokkuð á héraðsmótum framsóknarmanna sumarið 1974, vorið 1975 var hún enn starfandi en litlar sögur fara hins vegar af sveitinni eftir það.

Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit sem kenndi sig svo við norræna goðafræði.