Æsir [2] (2006-07)

engin mynd tiltækHljómsveitin Æsir úr Hafnarfirði var líklega stofnuð 2006. Vorið 2007 keppti sveitin í Músíktilraunum en meðlimir hennar voru þá Gunnar Björn Kolbeinsson söngvari og gítarleikari, Matthías Einarsson bassaleikari, Hreinn Guðlaugsson trommuleikari og Snævar Örn Ólafsson gítarleikari. Torfi Geir Símonarson trommaði eitthvað með bandinu haustið 2007 en ekki er vitað hversu lengi hún starfaði.