
Aron Can
Í dag eru tvö afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar:
Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar og Valdi, Óli fink, The Grinders, Frakkarnir, Óregla, MX-21, Fjórir litlir sendlingar, Mórall og Þrír á palli. Þorleifur er enn að.
Þá er rapparinn Aron Can Gultekin nítján ára gamall í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Aron rappað í fjölda ára en hann byrjaði aðeins níu ára gamall. Hann tók þátt í Músíktilraunum 2015 með hljómsveitinni Epik en vakti fyrst verulega athygli fyrir plötuna og samnefnt lag, Þekkir stráginn, síðan hafa fleiri lög fylgt í kjölfarið sem og platan Ínótt. Hann hefur ennfremur unnið með öðru tónlistarfólki s.s. Emmsjé Gauta, Unnsteini Manúel o.fl.