Brúnaljós þín blíðu

Brúnaljós þín blíðu
(Lag / texti: Sigvaldi Kaldalón / Arnrún frá Felli [Guðrún Tómasdóttir])

Brúnaljós þín blíðu
bæta huga minn,
veit þar situr vorið
vinarhugur þinn.
Lofa sól og sumri
sæla, von og þrá,
grípa hug minn höndum.
Hvergi‘ ég una má.

Ef að hugar ísinn
ætlar mig að þjá,
vermir sólblíð sunna
sæludögum frá.
Minningarnar mætar
mýkja hverja þraut,
slíkan auð og unað
aldrei fyr ég hlaut.

Jólin, jólin nálgast,
jólalöngun blíð
gefur grið og færir
gleði öllum lýð.
Einir áttu jólin
einhvern tíma‘ í haust,
ættu því að una
yrði jólalaust.

[m.a. á plötunni Sigvaldi Kaldalóns – Ég lít í anda liðna tíð]