Jólaknús

Jólaknús
(Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason)

Gefðu mér knús. Ha ég? Já þú!
Almennilegt knús. Það held ég nú.

Því ef þig þyrstir í þéttingsfast faðmlag
þarftu ekki að skammast þín.
Leggðu frá þér lífsins basl – lof mér knúsa þig í drasl.

Gefðu mér jólaknús, vertu nú knúsfús.
Ég elska að fá að knúsast um jólin.
Komdu hér góði minn. Knúsaðu kallinn þinn.
Ég dýrka að fá að knúsast um jólin.

Skríðum í skjól og forðumst fólk.
Með konfekt í skál og kalda mjólk.

Og ef þig dreymir um dulítið næði
rétt á meðan desember tekur sitt æði
þá má alltaf finna frið – fyrir framan sjónvarpið.

Gefðu mér jólaknús, vertu nú knúsfús.
Ég elska að fá að knúsast um jólin.
Komdu hér væni minn. Knúsaðu kallinn þinn.
Ég fíla að fá að knúsast um jólin.

Æ, gefðu mér knús. Eitt hlýtt og mjúkt.
Eitt hátíðlegt og nett geðsjúkt.

Á meðan stofuna kamínan kyndir
horfum við á kvenlegar amerískar jólamyndir.
Snúum sólarhringnum við, sæktu trivjalpörsjútið.

Gefðu mér jólaknús, dulítið knúsímús.
Ég elska að fá að knúsast um jólin.
Komdu nú kúturinn. Knúsaðu kallinn þinn.
Ég verð að fá að knúsast um jólin.

Gefðu mér jólaknús, eitt fyrir Jesú.
Ég elska að fá að knúsast um jólin.
Komdu hér litli minn. Knúsaðu kallinn þinn.
Ég verð að fá að knúsast um jólin.

[af plötunni Baggalútur – Næstu jól: 11 ástsæl aðventu- & hátíðarlag]