Til hammó með ammó!

Til hammó með ammó!
(Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason)

Mér er boðið í veislu í afmælisneyslu.
Það verður alveg troðið því að öllum er boðið.
Þú ert afmælisstrákurinn eini og sanni
og þú átt það svo skilið að halda upp á daginn í góðu gamni.
Ég vil bara óska þér til hammara með ammarann
– þú sykurpúðakrúsídullurúsínubossi!

Til hammó með ammó!

Hey fékkstu Sanyo græju frá Seppa og Maju?
Og lítið kraftaverk frá guði? Naumast að kallinn er í stuði.
Æ, sorrý hvað gjöfin var glötuð í fyrra,
allt gullið var búið og allt sem þeir áttu var Bónus myrra.
En nú keypti ég útúrflippað ofbeldisleikfang
– þú rjómatoffíkandísmolakremdúllubolla!

Til hammó með ammó!

Jesú, til stormandi lukku og til allrar hamingju
– þú krúttípúttíkrússímússírúsínurassgat.

Til hammó með ammó!

[af plötunni Baggalútur – Næstu jól: 11 ástsæl aðventu- & hátíðarlög]