Afmælisbörn 17. desember 2018

Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á lista Glatkistunnar í dag:

Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er tuttugu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013, Sólveig hefur einnig sent frá sér sólóplötu þrátt fyrir ungan aldur en hún ber titilinn Unexplained miseries & the acceptance of sorrow.