Jólablús á VOX club

Vinir Dóra

Hljómsveitin Vinir Dóra verður með jólablúsgjörning á VOX Club á Hilton við Suðurlandsbraut þann 21. desember klukkan 21.
Jólablúsinn hefur notið mikilla vinsælda árum saman og er gott tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar.

Vinir Dóra hafa verið í fararbroddi blústónlistarinnar á Íslandi síðan þeir hituðu upp fyrir John Mayall árið 1989.
Vinirnir sem spila eru Halldór Bragason, gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Jón Ólafsson bassaleikari og sérstakur gestur Þorleifur Gaukur á munnhörpu og fleira.
Miðaverð er 3000 kr. á tónleikana.

VOX Brasserie býður blúsgestum að bóka borð og gera vel við sig í mat og drykk í rólegheitum fyrir tónleikana.
Matargestir byrja á kvöldverði á VOX Brasserie og fá þá einnig frátekin borð á blústónleikunum á VOX Club að kvöldverði loknum.

Tónleikasalurinn opnar kl. 19:45 fyrir matargesti og kl. 20:00 fyrir aðra gesti. Vakin er athygli á því að borð verða ekki frátekin fyrir aðra en matargesti.Æskilegt er að matargestir séu komnir kl. 18:00.

Aðgangseyrir á tónleika eru 3.000 kr. sem greiðist sér við inngang.
Borðapantanir á vox@vox.is eða í síma 4445050.