Breiðfirðingakórinn í Reykjavík [1] (1939-55)

Breiðfirðingakórinn

Breiðfirðingakórinn í Reykjavík (hinn fyrri) starfaði innan Breiðfirðingafélagsins um nokkurra ára skeið.

Kórinn var stofnaður 1939 og var Axel Magnússon stjórnandi hans fyrsta árið en þá tók Gunnar Sigurgeirsson við og stjórnaði honum þar til yfir lauk, um miðjan sjötta áratuginn. Kórinn var blandaður, skipaður um þrjátíu og fimm kórmeðlimum.

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um reglulegt tónleikahald Breiðfirðingakórsins en hann fór þó tvívegis í söngferðalög um Breiðafjarðarsvæðið þar sem átthagarætur kórsins lágu.