Bris (1998-2003)

Bris

Hljómsveitin Bris var sveimrokksveit sem starfaði í nokkur ár í kringum aldamótin.

Bris var stofnuð 1998 og voru meðlimir hennar Snorri Petersen söngvari og gítarleikari, Guðmundur Stefán Þorvaldsson gítarleikari, Þorsteinn R. Hermannsson bassaleikari og Jón Geir Jóhannsson trommuleikari. 1999 keppti sveitin í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík, komst þar í úrlit og var með tvö lög á safnplötunni Rokkstokk 1999 sem gefin var út í tengslum við keppnina. Þrátt fyrir að hafa ekki borið sigur úr býtum í Rokkstokk-keppninni hlaust sveitin þrenn verðlaun í henni, Guðmundur var kjörinn besti gítarleikarinn, Snorri besti söngvarinn og Jón Geir besti trommarinn.

Sveitin starfaði áfram en lék lítið opinberlega, þeir sendu síðan frá sér fjögurra laga smáskífu árið 2001 sem fékk ágæta dóma í Morgunblaðinu en að öðru leyti heyrðist lítið til hennar. Fréttir bárust af því að þeir væru að vinna að breiðskífu en sveitin hætti árið 2003 áður en hún næði að koma út. Platan, Hugmyndir, varð hins vegar aðgengileg á Internetinu löngu síðar en hún er ellefu laga.

Efni á plötum