Skólakór Húsmæðraskólans á Varmalandi (1955-66)

Svo virðist sem skólakór hafi verið starfandi við Húsmæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði um tíma en skólinn starfaði á árunum 1946-86).

Vitað er að Bjarni Andrésson kennari stjórnaði skólaskór á Varmalandi árið 1955 en hann hafði þá verið þar við störf um nokkurra ára skeið, jafnframt virðist hafa verið kór starfandi innan veggja skólans árið 1966 en upplýsingar er ekki að finna um stjórnanda hans.

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um kórsöng í Húsmæðraskólanum á Varmalandi.