Skólakór Lýðháskólans í Skálholti (1975-76)

Lýðháskólinn í Skálholti (síðar einnig kallaður Skálholtsskóli) var starfræktur á árunum 1972-93 undir því nafni, lengst af undir stjórn sr. Heimis Steinssonar.

Skólinn var afar fámennur og því tæplega grundvöllur fyrir skólakór en veturinn 1974-75 var þó þar starfandi kór undir stjórn söngkennarans Lofts Loftssonar, sem kom fram á skólaslitum skólans vorið 1975 og hugsanlega oftar. Söngkennari var þar einnig starfandi veturinn á undan en ekkert bendir til skólakórs þann veturinn.