Afmælisbörn 28. janúar 2022

Tvær söngkonur úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag:

Söngkonan Telma Ágústsdóttir er fjörutíu og fimm ára gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000 en hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur. Telma er dóttir Ágústs Atlasonar í Ríó tríó.

Oddrún Kristófersdóttir söngkona átti einnig þennan afmælisdag en hún lést árið 2016. Oddrún sem var fædd 1945 hafði verið nokkuð áberandi á dansstöðum borgarinnar á fyrri hluta sjöunda áratugarins og söng þá með hljómsveitum eins og G.J. tríóinu, Ó.M. kvartettnum og Pónik en hún hafði þá komið fram í kringum 1960 sem ein af ungum og efnilegum söngvurum rokkkynslóðarinnar.

Vissir þú að tónlistarmaðurinn Cerez 4 kom fyrst fram opinberlega í þrítugs afmæli Halldórs Gylfasonar en hann hafði þá aldrei fengist við tónlist fram að því