Afmælisbörn 31. janúar 2022

Inga María Eyjólfsdóttir

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu Glatkistunnar:

Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent og blaðamann á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd, nú síðast bók um feril Bubba Morthens. Árni er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi.

Benedikt Brynleifsson trommu- og ásláttarleikari er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag, hann hefur leikið með ógrynni hljómsveita í gegnum tíðina en 200.000 naglbítar, The Flavors, Hann kafnar, Ísafold, Rokk, Vinir Sjonna og Todmobile eru aðeins örfáar þeirra. Svo þarf varla að taka fram að Benedikt hefur leikið á plötum ýmissa listamanna.

Benni Hemm Hemm (Benedikt Hermann Hermannsson) tónlistarmaður og tónskáld á fjörutíu og tveggja ára afmæli á þessum degi, hann hefur gefið út margar sólóplötur samhliða því að starfrækja hljómsveit í eigin nafni. Hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Rúnk, Motherfuckers in the house og Mósaik.

Þá á Inga María Eyjólfsdóttir sópran söngkona áttatíu og eins árs afmæli. Inga María nam söng m.a. hjá Maríu Markan en aukinheldur lærði hún í London. Ein plata, Einsöngur í útvarpssal, hefur komið út með söng hennar en sú kom út árið 1997.

Einnig hefði Jakob Tryggvason organisti (1907) átt þennan afmælisdag en hann var mikill tónlistafrömuður á Akureyri, var til að mynda skólstjóri Tónlistarskólans þar í bæ og organisti Akureyrararkirkju í um 45 ára skeið. Hann var einnig undirleikari Smárakvartettsins og lék inn á fjölmargar pötur. Jakob lést 1999.

Vissir þú að árið 1975 var starfandi þjóðlagatríó undir nafninu Ske?