Skólahljómsveit Mýrdalshrepps (1989-2002)

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps 1993

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps var starfrækt við tónlistarskólann í Vík í Mýrdal um nokkurra ára skeið fyrir og um síðustu aldamót, rétt um öld eftir að lúðrasveit starfaði þar í bæ í fyrsta sinn.

Sveitin, sem var alla tíð nokkuð fjölmenn og innihélt á milli 20 og 30 meðlimi sem þykir gott í svo litlu samfélagi, mun hafa verið stofnuð haustið 1989 og var Kristján Ólafsson stjórnandi hennar fyrstu árin eða líklega til 1997, þá komu ungversku hjónin Krisztina og Zoltán Szklenár til Víkur og tók hún við skólastjórn tónlistarskólans en hann stjórnaði skólahljómsveitinni.

Zoltán Szklenár mun hafa verið stjórnandi Skólahljómsveitar Mýrdalshrepps til 2001 eða 02 og svo virðist að eftir það hafi sveitin lagt upp laupana.