Skólahljómsveitir Kennaraskólans (um 1960-70)

Á sjötta áratugnum og hugsanlega lengur voru starfandi skólahljómsveitir við Kennaraskóla Íslands en ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um þær.

Um eða fljótlega eftir 1960 var skólahljómsveit starfandi í Kennaraskólanum en upplýsingar um hana eru afar takmarkaðar, vitað er að Ebba K. Edwardsdóttir píanóleikari og Birgir Ás Guðmundsson harmonikkuleikari voru meðal meðlima en upplýsingar vantar um aðra.

Árið 1965 var önnur skólahljómsveit starfrækt í skólanum, hún hlaut nafnið Alto og starfaði svo utan skólans síðar, á síðari hluta sjöunda áratugarins voru einnig starfandi sveitir innan skólans sem töldust þó varla skólahljómsveitir, þeirra á meðal voru Mánakvartettinn og Beitarhúsamenn.

Frekari upplýsingar um hljómsveitir starfandi innan Kennaraskóla Íslands má gjarnan senda Glatkistunni.