Skólahljómsveitir Kennaraskólans (um 1960-70)

Á sjötta áratugnum og hugsanlega lengur voru starfandi skólahljómsveitir við Kennaraskóla Íslands en ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um þær. Um eða fljótlega eftir 1960 var skólahljómsveit starfandi í Kennaraskólanum en upplýsingar um hana eru afar takmarkaðar, vitað er að Ebba K. Edwardsdóttir píanóleikari og Birgir Ás Guðmundsson harmonikkuleikari voru meðal meðlima en upplýsingar vantar…

Mánakvartettinn [2] (1966-67)

Veturinn 1966 til 67 starfaði söngkvartett innan Kennaraskólans og bar nafnið Mánakvartettinn, líklegt er að sá kvartett hafi á einhvern hátt tengst Kennaraskólakórnum sem var mjög öflugur á þessum árum. Engar upplýsingar er að finna hverjir skipuðu þennan kvartett og hvort hann starfaði lengur en þennan eina vetur.