Afmælisbörn 18. desember 2021

Sigurlaug Thorarensen – Sillus

Í dag eru tvö nöfn á afmælislista Glatkistunnar

Það er Sigurlaug Thorarensen sem einnig gengur undir sólólistanafninu Sillus en hún er þrjátíu og eins árs gömul á þessum degi. Hún hefur gefið út tilraunakennt raftónlistarefni og unnið tónlist fyrir sjónvarp en einnig sungið með hljómsveitinni BSÍ á plötu sem og starfað með öðru tónlistarfólki s.s. Hermigervli, sem reyndar er bróðir hennar.

Jósef Gottfreð Blöndal Magnússon flautuleikari átti einnig afmæli þennan dag en hann lést nú í haust. Jósef (f. 1933) sem var giftur Ruth L. Magnússon söngkonu, nam í London og fékkst lengi við tónlistarkennslu en lék jafnframt oft einleik á tónleikum m.a. með Musica da camera og Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hann starfaði lengi með. Hann kom aukinheldur við sögu á fjölda hljómplatna sem bæði höfðu að geyma klassíska tónlist og af léttara taginu.

Vissir þú að Eggert Stefánsson gaf út fyrstu jólaplötuna á Íslandi, það var árið 1926 sem tveggja laga platan Heims um ból / Í Betlehem er barn oss fætt.