Afmælisbörn 26. desember 2021

Trausti Júlíusson

Á þessum öðrum degi jóla er að finna eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist:

Trausti Júlíusson blaðamaður, plötugrúskari og tónlistargagnrýnandi er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins og Vídeósílunum, Ást og Stunu úr fornbókaverslun.

Vissir þú að Hans Steinar Bjarnason fyrrverandi íþróttafréttamaður og núverandi upplýsingafulltrúi SOS-barnaþorpanna á Íslandi, var annar Spírabræðra sem gáfu út jólaplötuna Jólaglöggir?