Steini blundur (1980)

Steini blundur

Hljómsveitin Steini blundur var eins konar spunarokksveit sem var sett saman í hljóðveri til að leika inn á plötu Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Gatan og sólin sem kom út fyrir jólin 1980. Nafn sveitarinnar var sótt í ljóð Kristjáns frá Djúpalæk en hann hafði samið texta að einhverju leyti fyrir plötuna. Sveitin starfaði um nokkurra vikna skeið um sumarið 1980 og kom þá nokkuð fram opinberlega og svo aftur um haustið þegar platan kom loksins út en henni hafði þá seinkað um nokkra mánuði.

Meðlimir Steina blunds voru auk Magnúsar Þórs Sigmundssonar sem lék á gítar og söng, þeir Richard Korn bassaleikari, Graham Smith fiðluleikari, Jónas Björnsson trommuleikari og Gestur Guðnason gítarleikari.