Stjörnuhljómplötur [útgáfufyrirtæki] (1959-61)
Útgáfufyrirtækið Stjörnuhljómplötur var undirmerki Íslenzkra tóna sem Tage Ammendrup starfrækti um árabil en Stjörnuhljómplötur gaf út sex plötutitla á árunum 1959-61. Þrjár þessara platna voru með Soffíu og Önnu Siggu (og Gerði Benediktsdóttir) og innihéldu vinsæl lög eins og Snjókarlinn (Komdu með mér út), Komdu niður, Órabelgur og Æ, ó aumingja ég, tvær þeirra voru…