Stjórnin [3] (1992-93)

Veturinn 1992 til 93 starfaði hljómsveit innan Menntaskólans á Akureyri undir nafninu Stjórnin. Sveit þessi var meðal keppenda snemma árs 1993 í hljómsveitakeppninni Viðarstauk sem haldin hefur verið í MA um árabil.

Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu Stjórnina eða um hljóðfæraskipan sveitarinnar en þær upplýsingar væru vel þegnar.