Afmælisbörn 24. ágúst 2022

Ólafur Haukur Símonarson

Eitt afmælisbarn í íslenskri tónlistarsögu kemur við sögu Glatkistunnar í dag:

Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar eigin leiðir en hann Ólafur hefur einnig samið texta fyrir aðra s.s. á plötu Gunnars Þórðarsonar, Borgarbrag sem innihélt m.a. lagið Gaggó Vest. Ólafur hefur einnig sungið sjálfur eigin lög, margir muna t.d. eftir laginu Allur á iði.

Vissir þú að Heiða trúbador (Heiða í Unun, Heiða Hellvar, Heiða Eiríks o.fl.) bjó um tíma í Frakklandi og starfaði þar með þarlendri hljómsveit?