Stemma [4] [félagsskapur] (2013-)

Kvæðafélög á Íslandi hafa átt sér landssamtök síðan árið 2013 en þá var Stemma – landssamtök kvæðamanna stofnað á Siglufirði.

Stemma eru eins konar regnhlífarsamtök kvæðamannafélaga víðs vegar af landinu utan um þjóðlaga- og kveðskapararfinn og hafa t.a.m. haldið landsmót þar sem fólk ber saman bækur sínar, fræðist um kveðskaparhefðina og skemmtir sér við kveðskap o.fl.. Fyrsti formaður og aðal hvatamaður að stofnun samtakanna var Guðrún Ingimundardóttir en núverandi formaður er Bára Grímsdóttir.