Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar (1992)

Reynir Sigurðsson fór austur á Hérað fyrir jólin 1992 með hljómsveit sem kallaðist Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar og lék á einum dansleik í Fellabæ en allt lítur út fyrir að sveitin hafi verið sett saman fyrir þetta eina gigg, alltént finnast ekki aðrar heimildir um hana.

Auk Reynis sem gæti hafa leikið á hljómborð eða jafnvel harmonikku voru í sveitinni þeir Guðmundur Steingrímsson trommuleikari, Jón Arngrímsson [bassaleikari?] og Sævar Benediktsson [gítarleikari?].

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.