Stórhljómsveit Guðmundar Hauks (1992-93)

Guðmundur Haukur Jónsson

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem var auglýst undir nafninu Stórhljómsveit Guðmundar Hauks árin 1992 og 93, en sveit með því nafni lék í nokkur skipti á Ránni í Keflavík.

Fyrir liggur að tónlistarmaðurinn Guðmundur Haukur Jónsson lék oft í Ránni og á öðrum veitinga- og skemmtistöðum á suðvesturhorninu en það var oftar en ekki eins manns sveit hans þar sem hann söng og lék á hljómborðsskemmtara. Hann starfrækti reyndar einnig nokkrar litlar hljómsveitir í samstarfi við aðra á þessum árum en hér liggur ekki ljóst fyrir hvort hann var hér einn á ferð með skemmtarann undir þessu nafni eða hvort um „alvöru“ hljómsveit var að ræða, því er óskað eftir frekari upplýsingum um Stórhljómsveit Guðmundar Hauks.