Stórhljómsveit Félags harmonikuunnenda í Reykjavík (1984-89)

Litlar og haldbærar upplýsingar finnast um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Stórhljómsveit Félags harmonikuunnenda í Reykjavík sem virðist hafa starfað á níunda áratug síðustu aldar – að öllum líkindum þó með hléum.

Sveit með þessu nafni var starfandi árið 1984 undir stjórn Reynis Jónassonar harmonikkuleikara og svo virðist sem hún hafi verið endurvakin 1987 og 1989, þó gæti verið um einhvers konar rugling að ræða því þá hafði verið stofnuð hljómsveit innan Harmonikufélags Reykjavíkur (st. 1986) sem gekk undir nafninu Stórsveit / Stórhljómsveit Harmonikufélags Reykjavíkur.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa harmonikkusveit.