Stórsveit Ásgeirs Páls (2001-04)

Fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Páll Ágústsson starfrækti um nokkurra ára skeið í upphafi aldarinnar hljómsveit sem gekk undir nafninu Stórsveit Ásgeirs Páls en sveit hans var þá húshljómsveit á Gullöldinni í Grafarvoginum.

Upplýsingar um stórsveit Ásgeirs Páls eru fremur litlar og meiri líkur en minni eru á því að um hafi verið að ræða eins manns hljómsveit hans þar sem hann söng við eigin undirleik á skemmtara. Þó mun hann hafa verið með mann að nafni Hjalti með sér í einhver skipti, sá gæti þó þess vegna hafa verið liðsmaður sveitarinnar alla tíð.

Stórsveit Ásgeirs Páls starfaði á árunum 2001 til 2004 og eingöngu á Gullölidinni, utan eins skipti sem sveitin lék á dansleik á Kirkjubæjarklaustri á fjölskylduhátíð sem Gullöldin stóð reyndar fyrir.