Gakk (1984-85)

engin mynd tiltækFremur litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Gakk, sem starfaði 1984 og 85, hún mun hafa gengið áður undir nafninu Barnsburður.

Gakk starfaði í Kópavogi og voru meðlimir hennar þeir Sigurður Halldórsson bassaleikari, Birgir Baldursson trommuleikari, Ingólfur Örn Björgvinsson söngvari og Sigurður Ingibergur Björnsson gítarleikari. Einhvern hluta starfstíma sveitarinnar var hún tríó.