Gaflarakórinn (1994-)

Gaflarakórinn

Gaflarakórinn er kór eldri borgara í Hafnarfirði, stofnaður haustið 1994.

Gaflarakórinn var í upphafi skipaður níu manns en fljótlega fjölgaði verulega í honum og hefur hann síðustu árin verið skipaður nokkrum tugum söngfélaga.

Hörður Bragason var fyrstur stjórnenda kórsins en frá árinu 1995 söng hann undir stjórn Guðrúnar Ásbjörnsdóttur um tíu ára skeið. Þegar hún lést 2005 tók Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir við söngstjórninni og hefur stjórnað kórnum síðan.

Gaflarakórinn heldur reglulega sjálfstæða tónleika og með öðrum kórum, og hefur farið í fjölmargar tónleikaferðir út á landsbyggðina.