Skátakórinn í Hafnarfirði (1996-98)

Kór skáta í Hafnarfirðinum var stofnaður árið 1996 undir nafninu Skátakórinn í Hafnarfirði. Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir stjórnaði kórnum líklega frá upphafi en hann starfaði til ársins 1998 þegar hann sameinaðist Skátakórnum í Reykjavík en kórarnir tveir hafa starfað saman síðan þá undir nafninu Skátakórinn.

Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði (1913-)

Kór hefur verið starfandi við Fríkirkjuna í Hafnarfirði á aðra öld þótt upplýsingar liggi ekki fyrir nákvæmlega um hvenær hann var stofnaður eða hvort hann hefur starfað alveg samfleytt, í þessari umfjöllun er gert ráð fyrir að hann hafi starfað frá stofnun kirkjunnar árið 1913 en Fríkirkjan var fyrsta kirkjan sem reist var í Hafnarfirði.…

Gaflarakórinn (1994-)

Gaflarakórinn er kór eldri borgara í Hafnarfirði, stofnaður haustið 1994. Gaflarakórinn var í upphafi skipaður níu manns en fljótlega fjölgaði verulega í honum og hefur hann síðustu árin verið skipaður nokkrum tugum söngfélaga. Hörður Bragason var fyrstur stjórnenda kórsins en frá árinu 1995 söng hann undir stjórn Guðrúnar Ásbjörnsdóttur um tíu ára skeið. Þegar hún…