Skátakórinn í Hafnarfirði (1996-98)

Kór skáta í Hafnarfirðinum var stofnaður árið 1996 undir nafninu Skátakórinn í Hafnarfirði. Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir stjórnaði kórnum líklega frá upphafi en hann starfaði til ársins 1998 þegar hann sameinaðist Skátakórnum í Reykjavík en kórarnir tveir hafa starfað saman síðan þá undir nafninu Skátakórinn.