Ske [1] (1975)

Árið 1975 var starfandi þjóðlagatríó undir nafninu Ske en ekki liggur þó fyrir hversu lengi það starfaði.

Meðlimir tríósins voru þau Þórhildur Þorleifsdóttir söngkona, Bergur Thorberg Þórðarson gítarleikari og Ingólfur Steinsson gítarleikar.