Skippers (1965-69)

Skippers

Hljómsveitin Skippers var bítlasveit á Ísafirði sem skartaði nokkrum tónlistarmönnum sem síðar léku með þekktum hljómsveitum eins og Grafík, Ýr, GRM o.fl.

Skippers var að öllum líkindum stofnuð haustið 1965 og starfaði til 1969 en sveitir eins og Blackbird, Trap o.fl. voru síðar stofnaðar upp úr henni. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Örn Jónsson bassaleikari, Einar Guðmundsson trommuleikari, Stefán Símonarson gítarleikari og Reynir Guðmundsson söngvari, Reynir var jafnframt trommari sveitarinnar á einhverjum tímapunkti.