Gabríellurnar (1974-75)

engin mynd tiltækSöngtríóið Gabríellurnar var starfrækt í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og 75, og kom fram á ýmsum skemmtunum tengdum skólanum og utan hans. Upphaflega hét tríóið Utanskólasystur en á prógramminu þeirra var lag sem hét Gabriela, smám saman festist það nafn við þær.

Tríóið skipuðu þær systur Aagot Vigdís og Jóna Dóra Óskarsdætur, auk Jóhönnu V. Þórhallsdóttur en þær stöllur áttu síðar eftir að koma fram ásamt félögum sínum undir nafninu Diabolus in musica. Hluti þess hóps lék reyndar stundum með Gabríellunum undir nafninu Grasrex á þessum árum og kölluðu sig þá Gabríellurnar og Grasrex.

Sjá einnig Grasrex