Grasrex (1974)

engin mynd tiltækHljómsveitin Grasrex starfaði 1974 og vann sér helst til frægðar að leika með söngtríóinu Gabríellunum á söngskemmtunum í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hvar sveitarmeðlimir voru í námi. Hópurinn kom oft fram undir nafninu Gabríellurnar og Grasrex, og síðar átti hluti hans eftir að sameinast í Diabolus in musica.

Nafnið Grasrex mun upphaflega verið komið til fyrir misskilning en Páll Torfi Önundarson gítarleikari hafði misskilið nafn smurolíutegundarinnar Greasetex, í kjölfarið var sveitin nefnd Grasrex og tengdu margir það nafn grasreykingum sem var þó ekki meinið.

Löngu síðar gekk Grasrex aftur undir nafninu Blúsband Jóns Baldurs (Blúsband JB), ekki er þó með öllu ljóst hvort sveitirnar voru skipaðar nákvæmlega sömu meðlimum.

Síðarnefnda bandið var skipuð þeim Páli Torfa Önundarsyni gítarleikara, Jóni Baldri Þorbjörnssyni bassaleikara, Kjartani Jóhannessyni gítarleikara, Kristjáni Sigurmundssyni slagverksleikara og Einari Sigurmundssyni trommuleikara.

Sjá einnig Gabríellurnar