Gneistar [1] (1965-66)

Bítlahljómsveitin Gneistar var frá Akranesi og hafði um nokkurra mánaða skeið leikið undir nafninu Ecco (Ekkó) þegar Júlíus Sigurðsson bassaleikari gekk til liðs við þá, við þá mannabreytingu tók sveitin upp nafnið Gneistar. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Óli [?] og Reynir gítarleikarar og Sigurður Sig. trommuleikari. Ekki eru líkur á að þessi sveit hafi verið…

Goblin (1992)

Hljómsveitin Goblin úr Reykjavík var skipuð þeim Sveini Ó. Gunnarssyni gítarleikara, Davíð Ó. Halldórssyni söngvara, Ásgeiri Bachmann trommuleikara og Bjarna Magnússyni bassaleikara þegar hún keppti í Músíktilraunum 1992. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilrauna og engar frekari upplýsingar er að finna um hana.

Gneistar [2] (1969)

Hljómsveitin Gneistar starfaði á Vopnafirði 1969 og hefur væntanlega verið eitthvað bítlakennd. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi hennar aðrar en að Nikulás Róbertsson var í henni, líklegast á orgel eða hljómborð.

Goðgá [1] (1971-72)

Hljómsveitin Goðgá frá Neskaupstað var unglingasveit sem starfaði um tveggja ára skeið. Sveitin var stofnuð á Neskaupstað haustið 1971 og voru í henni upphaflega þeir Þorbjörn Ágúst Erlingsson söngvari, Sigurður Axel Benediktsson trommuleikari, Sverrir Hermannsson bassaleikari og Guðjón Steinþórsson gítarleikari. Veturinn 1971-72 starfaði sveitin eystra en um vorið fluttust þeir félagar til Húsavíkur þaðan sem…

Goðgá [2] (1978-88)

Hljómsveitin Goðgá starfaði með hléum á höfuðborgarsvæðinu um árabil, lék að mestu á dansstöðum borgarinnar en brá einstöku fyrir sig betri fætinum til að spila á sveitaböllum. Goðgá var stofnuð 1978, framan af voru í sveitinni Ásgeir Hólm saxófónleikari, Pétur Pétursson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari og Mjöll Hólm söngkona en þannig…

Gomez (1985)

Gomez var hljómsveit af Langanesi, starfandi 1985 og flutti mestmegnis efni annarra tónlistarmanna. Meðlimir sveitarinnar voru Steinbjörn Logason bassaleikari, Tryggvi Kristjánsson söngvari, Kári Ásgrímsson trommuleikari og Guðni Hólmar Kristinsson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hversu lengi Gomez starfaði.

Goose (1998)

Hljómsveitin Goose keppti 1998 í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Geir Hjartarson trommuleikari, Ólafur Freyr Númason söngvari og bassaleikari og Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1998. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Goodfellows (1994)

Rokk- og rythmablússveitin Goodfellows (stundum nefnd Goodfellas) starfaði um nokkurra mánaða skeið 1994. Sveitin var skipuð fimmmenningunum Sigurði Sigurðssyni söngvara, Tyrfingi Þórarinssyni söngvara og gítarleikara, Geir Walter Kinchin trommuleikara, Ragnari Emilssyni gítarleikara og Jóni Þorsteinssyni bassaleikara. Goodfellows kom fyrst fram um vorið 1994 og lék eitthvað fram eftir haustinu sama ár.

Gor (1991-93)

Thrashmetal-bandið Gor var ein þeirra sveita sem kom á sjónarsviðið þegar hart rokk var hvað vinsælast um og upp úr 1990. Sveitin var stofnuð vorið 1991 og þá um sumarið var hún skipuð þeim Pétri Óla Einarssyni bassaleikara, Stefáni Gunnarssyni söngvara, Kára Hallssyni gítarleikara, Jóni Lee [?] trommuleikara og Óskari [?] gítarleikara. Í blaðaviðtali segja…

Gormar og geimfluga (1995)

Rokksveitin Gormar og geimfluga frá Selfossi keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1995. Meðlimir sveitarinnar voru Örn Gunnþórsson bassaleikari, Haraldur G. Ásmundsson gítarleikari, Heimir Tómasson gítarleikari, Haraldur B. Ólafsson trommuleikari, Sjöfn Gunnarsdóttir söngvari og Valur Arnarson söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit og liggur ekki fyrir hvort hún starfaði áfram eftir Músíktilraunir.

Gort (1995)

Hljómsveitin Gort úr Garðabæ keppti í Músíktilraunum 1995 og komst þar í úrslit, ekki lenti hún þar í efstu sætum en fiðluleikari sveitarinnar Hrafnkell Pálsson (sem einnig spilaði á gítar) var kjörinn besti hljóðfæraleikarinn á „önnur hljóðfæri“. Auk Hrafnkels skipuðu Gort þau Hugi Guðmundsson gítarleikari, Sveinn Áki Sveinsson bassaleikari, Haraldur A. Leifsson trommuleikari og Þóranna…

Gosar [1] (1963)

Karlakórinn Gosar var starfandi í skamman tíma árið 1963, líklegast í Vestmannaeyjum en hann var skipaður ungum söngmönnum sem vart voru komnir af barnsaldri. Engar upplýsingar liggja fyrir um þennan kór.

Góðir í boði (2001 – 2002)

Góðir í boði var söngkvartett karla, stofnaður 2001. Hann var skipaður þeim Birni Björnssyni, Ólafi M. Magnússyni, Sævari S. Kristinssyni og Hirti Gústavssyni. Líftími kvartettsins varð ekki langur, aðeins eitt ár, en árið 2002 var kórinn Raddbandafélag Reykjavíkur stofnaður upp úr kvartettnum, Góðir í boði náði þó að fara í söngferðalag til Ítalíu á þessu…

Góðkunningjar lögreglunnar (1991)

Vorið 1991 kom fram á sjónarsviðið rokkhljómsveitin Góðkunningjar lögreglunnar en hún hafði á að skipa þekktum tónlistarmönnum, þar má fremstan nefna Ásgeir Jónsson söngvara (Baraflokkurinn) en aðrir voru Þór Freysson gítarleikari (Baraflokkurinn), Jósef Auðunn Friðriksson bassaleikari (Skriðjöklar), Kristján Edelstein gítarleikari og Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari (Jonee Jonee o.fl). Tómas Tómasson mun einnig eitthvað hafa komið við sögu…

GÓP & Helga (1974)

GÓP & Helga starfaði um nokkurra mánaða skeið sumarið 1974 og var a.m.k. í upphafi hugsuð sem eins konar blús- og sálarsveit. Hún var skipuð hjónunum Guðmundi Ingólfssyni píanóleikara og Helgu Sigþórsdóttur, auk Ólafs Sigurðssonar bassaleikara og Péturs Péturssonar trommuleikara. Nafn sveitarinnar vísar til upphafsstafa meðlima hennar. Enginn gítarleikari virðist hafa verið í þessari sveit.

GP-bluesband (2001)

Blússveitin GP-bluesband var starfandi 2001 en GP stendur fyrir Guðmund Pétursson gítarleikara. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar.

Grafararnir (1985)

Hljómsveit með þessu nafni var skráð til leiks í Músíktilraunum 1985 en virðist ekki hafa mætt til leiks. Engar upplýsingar liggja því fyrir um hana.

Graham Smith (1941-)

Graham Smith setti svip sinn á íslenskt tónlistarlíf um og upp úr 1980, gaf út plötur með poppuðum fiðluleik sínum auk þess að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og inn á nokkrar plötur. Hann hvarf að því loknu af landi brott. Smith (f. 1941) hafði lokið fiðlunámi við Konunglega breska tónlistarskólann í London og leikið með…

Grallarinn [annað] (1594-)

Graduale eða svonefndur „Grallari“ í daglegu tali, var sálmabók með nótum gefin út af Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi, fyrst árið 1594 en frá og með sjöttu útgáfu Grallarans (1691) var hún prentuð með söngfræði, rituð af Þórði Þorlákssyni þáverandi Hólabiskupi, undir nafninu Appendix. Þau fræði voru þau fyrstu sinnar tegundar sem rituð voru á Íslandi og…

Gramm [útgáfufyrirtæki] (1981-89)

Útgáfufyrirtækið Gramm (oft nefnt Grammið í daglegu tali) starfaði á árunum 1981-88, reyndar var samnefnd plötubúð opin eitthvað lengur, fram á 1989. Grammið var stofnað vorið 1981, upphaflega til að gefa út efni Purrks pillnikks sem var þá ein af hljómsveitunum sem leiddi hina síðbúnu pönkbyltingu sem gekk yfir Ísland um og upp úr 1980,…

Grammophon orkester (1912 – 1913)

Grammophon orkester er skráður flytjandi á einni af fyrstu hljómplötum Íslandssögunnar en engin hljómsveit með því nafni er til skráð. Í reynd voru þarna á ferð tvær hljómsveitir, annars vegar bresk herhljómsveit, The Coldstream Guard Band sem flutti enska þjóðsönginn God save the queen en hefur hér á landi löngum verið sungið undir íslenska titlinum…

Gran Falune (um 1998)

Gran Falune hét hljómsveit sem starfaði á Dalvík hér á árum áður og skartaði m.a. Jóni Birni Ríkarðssyni trommuleikara (Brain Police). Nafnið er fengið úr skáldsögu eftir Kurt Vonnegut. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Grand [2] (2000)

Hljómsveitin Grand var eins konar húshljómsveit Grand Rokks. Hún var starfandi árið 2000 en ekki liggur fyrir hverjir meðlimir hennar voru.

Grandmaster gámur and the umpalumpas (1985 – 1986)

Hljómsveitin Grandmaster gámur and the umpalumpas var frá Vopnafirði og var starfandi allavega 1985 og 86. Engar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit, utan þess að hún keppti í hljómsveitakeppni um verslunarmannahelgina 1985 í Atlavík og ári síðar á Laugum. Einn meðlima sveitarinnar hét hugsanlega Magnús, kallaður Maggi Boggu.

Granít (1997-)

Hljómsveitin Granít er starfandi í Vík í Mýrdal en hún hefur á að skipa nokkrum mönnum komna á miðjan aldur. Meðlimir sveitarinnar eru Sveinn Pálsson gítarleikari, Guðmundur Pétur Guðgeirsson trommuleikari, Hróbjartur Vigfússon gítarleikari (Tónabræður) og Bárður Einarsson bassaleikari. Sveitin hefur ávallt leikið undir á skemmtuninni Raularanum sem haldin hefur verið í Mýrdalnum allt frá 1997 [?].

Gras (2001 – )

Hljómsveitin Gras er blugrass-sveit og eru meðlimir hennar Tena Palmer söngkona, Dan Cassidy fiðluleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Magnús Einarsson gítar- og mandólínleikari og Jón Skuggi bassaleikari. Líklega hefur starfsemi sveitarinnar ekki verið samfelld en hún var starfandi 2001 – 02 og 2006 var sveit starfandi með þessu nafni, það gæti verið sama sveitin.

Grasrex (1974)

Hljómsveitin Grasrex starfaði 1974 og vann sér helst til frægðar að leika með söngtríóinu Gabríellunum á söngskemmtunum í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hvar sveitarmeðlimir voru í námi. Hópurinn kom oft fram undir nafninu Gabríellurnar og Grasrex, og síðar átti hluti hans eftir að sameinast í Diabolus in musica. Nafnið Grasrex mun upphaflega verið komið til fyrir…

Grautur (2004)

Dúettinn Grautur starfaði sumarið 2004 en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um hann.

Grámann og Hrámann (1975)

Grámann og Hrámann var stúdíóverkefni og hliðarspor þeirr Change-liða Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar en þeir höfðu vorið 1974 gefið út litla plötu undir nafninu Ábót. Þeir mættu á sjónarsviðið aftur ári síðar undir þessu nafni, Grámann og Hrámann og höfðu félaga sína úr Change sér til fulltingis, utan þess að Björgvin Halldórsson kemur…

Greip (1995-97)

Hljómsveitin Greip hélt uppi stuðinu á öldurhúsum borgarinnar og sveitaböllum víða um land á árunum 1995-97, þó með einhverju hléum. Sveitin var líklega stofnuð vorið 1995 og voru þá í henni Einar Guðmundsson gítarleikari, Kristinn J. Gallagher bassaleikari, Magnús A. Hansen gítarleikari, Þórður H. Jónsson trommuleikari og Guðbjörg Ingólfsdóttir söngkona. Eftir langt hlé (vorið 1997)…

Grenj (1981)

Grenj var ein þeirra hljómsveita sem kom fram á ýmsum tónleikum á vegum N.E.F.S. og víðar, haustið 1981. Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari var í þessari sveit en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu hana að öðru leyti.

Grettisgat [hljóðver] (1981-86)

Hljóðverið Grettisgat starfaði á árunum 1981-86 og var í eigu meðlima Þursaflokksins og Júlíusar Agnarssonar. Hljóðverið var alla tíð staðsett í bakhúsi við heimili Egils Ólafssonar að Grettisgötu 8 en þar voru margar plötur teknar upp. Í upphafi var farið af stað með átta rása upptökutæki sem mörgum þótti lítið en þá voru tónlistarmenn farnir…

Grétar á gröfunni (1988-92)

Flateyska hljómsveitin Grétar á gröfunni hélt uppi stuðinu á heimaslóðum í kringum 1990 en sveitin var stofnuð nokkuð fyrr, hugsanlega 1988. Hún starfaði líklega til 1992 hið minnsta en var endurvakin 2002. Meðlimir hennar 1990 voru Einar Hafberg, Trausti Bjarnason, Jón Svanberg Hjartarson, Steinþór Kristjánsson og Ragnar Gunnarsson. Ekki liggur fyrir hverjir spiluðu á hvaða hljóðfæri,…

Groupsex (1981)

Hljómsveitin Groupsex var að öllum líkindum starfandi 1981, hún var úr Keflavík og innihélt söngkonuna Ruth Reginalds, Wayne [?] bassaleikara, Stíg Dagbjartsson [?], Greg [?] og Binna [?] trommuleikara. Sveitin varð ekki langlíf en náði að spila í Færeyjum. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Grundartangakórinn (1979 -)

Grundartangakórinn hefur síðastliðin ár verið einn öflugasti starfsmannakór landsins og hefur hann haldið tónleika víðs vegar um landið og erlendis. Kórinn sem er karlakór starfsmanna járnblendiverksmiðjunnar við Grundartanga, var stofnaður haustið 1979 nokkrum mánuðum eftir að verksmiðjan opnaði, af nokkrum áhugamönnum innan fyrirtækisins. Fyrsti stjórnandi kórsins var Baldur Sigurjónsson en síðan þá hafa þó nokkrir…

Grunntónn (?)

Hljómsveit með þessu nafni hefur starfað á Íslandi. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar, hvort sem þær varða meðlimi hennar, tímabil eða tilurð að öðru leyti.

Grýlurnar (1981-83)

Grýlurnar eru án efa þekktasta kvennasveit íslenskrar tónlistarsögu, þar kemur helst til frumkvæði þeirra sem slíkrar sveitar svo og framlag hennar í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Sveitin varð ekki langlíf, ríflega tveggja ára gömul en lifir enn ágætu lífi í minningunni. Ragnhildur Gísladóttir hafði frumkvæðið að stofnun sveitarinnar snemma árs 1981 en hún hafði…

Guð sá til þín vonda barn (1986)

Hljómsveitin Guð sá til þín vonda barn (eða bara GSTÞVB) sigraði í hljómsveitakeppni á Laugum í Þingeyjasýslu um verslunarmannhelgina 1986. Sveitin, sem var frá Vopnafirði var skipuð þeim Svani Kristbergssyni söngvara og bassaleikara, Magnúsi Úlfari Kristjánssyni [?], Viðari Sigurjónssyni [trommuleikara?] og Sigurjóni Ingibjörnssyni [gítarleikara?]. Sveitin starfaði líkast til í stuttan tíma en þeir höfðu hug…

Guðbergur Auðunsson (1942-)

Guðbergur Auðunsson var einn af fyrstu rokksöngvurum íslenskrar dægurlagasögu, hann var þó ekki lengi í rokkinu, varð einn fremsti auglýsingateiknari landsins og sneri sér enn síðar að myndlist og öðrum listum svo listaferill hans spannar fjölbreytileika. Guðbergur fæddist í Hveragerði 1942 en var uppalinn í Reykjavík, hann fór í héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og…

Guðbrandur Þorláksson biskup (1542-1627)

Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum (f. 1542) gaf út fjöldann allan af bókum á sinni tíð en prentsmiðja hafði verið flutt til landsins um 1530 og var staðsett á Hólum, mest voru þetta bækur trúarlegs eðlis eins og biblían (Guðbrandsbiblían 1584) og sálmabækur ýmis konar. Þeirra frægust er Graduale, ein almennileg messusöngsbók (1594), sú sem…

Guði gleymdir (1989-92)

Hljómsveitin Guði gleymdir kom úr Breiðholtinu og var skipuð ungum meðlimum, vel innan við tvítugt. Þeir voru Ragnar Þór Ingólfsson trommuleikari, Jón Yngvi Gylfason bassaleikari, Eiríkur Kristinsson gítarleikari, Már Halldórsson gítarleikari og Hjörvar Hjörleifsson (Stranger) söngvari. 1992 kom út snælda samnefnd sveitinni en hún vakti ekki mikla athygli, fljótlega leystist sveitin upp og önnur sveit,…

Guðjón Pálsson (1929-2014)

Ferill Guðjóns Pálssonar píanóleikara frá Vestmannaeyjum telst vægast sagt margbreytilegur og spannar í raun meira og minna alla hans ævi, hann hóf snemma að leika á píanó, var í hljómsveitum, starfrækti hljómsveitir, var undirleikari, organisti, kórastjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Guðjón fæddist í Vestmannaeyjum 1929, hann var farinn að leika á píanó um tólf…

Guðmunda Elíasdóttir (1920-2015)

Leið óperusöngkonunnar Guðmundu Elíasdóttur frá Vestfjörðum til Vesturheims og aftur heim (með viðkomu á ýmsum forvitnilegum áfangastöðum) er langt frá því að vera hefðbundin en viðburðarríkur söngferill hennar, skin og skúrir í einkalífi og langlífi aí bókstaflegum og tónlistarlegum skilningi einkenna lífshlaup hennar og hefur m.a. verið skráð í eina athyglisverðustu ævisögu Íslandssögunnar. Guðmundar (Jakobína) Elíasdóttir…

Guðmunda Nielsen (1885-1936)

Guðmunda Nielsen er kunn sem eitt fyrsta íslenska kventónskáldið, hún var auk þess kórastjórnandi á Eyrarbakka og tónlistarkennari og átti sinn þátt í að efla tónlistarlíf á Eyrarbakka og þar um kring á fyrstu áratugum síðustu aldar. Guðmunda (f. 1885) var dóttir kaupmannshjóna á Eyrarbakka, faðir hennar var danskur en móðirin íslensk. Hún fæddist á…

Gula Bandið (um 1940)

Hljómsveit starfandi í Keflavík hugsanlega á stríðsárununm. Sveitin hlaut nafn sitt af gulum skyrtum sem meðlimir spiluðu í. Sveitin gæti hafa borið eitthvert annað nafn. Hvorki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar né nákvæmlega um starfstíma hennar.

Guðmundur Finnbjörnsson (1923-2009)

Guðmundur (Ólafur) Finnbjörnsson (f. 1923) starfrækti hljómsveit um árabil undir eigin nafni en hún lék lengi í Þórscafé. Guðmundur fæddist á Ísafirði, byrjaði þar tónlistarferil sinn, lék á trompet með Lúðrasveit Ísafjarðar og með ónefndri danshljómsveit, hann lék síðan með ýmsum sveitum s.s. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, Sextett Steinþórs Steingrímssonar, Hljómsveit Björns R. Einarsson, Hljómsveit Braga Hlíðberg,…

Gult að innan (1987)

Gult að innan var hljómsveit frá Ísafirði, starfandi 1987. Sveitin var skráð til leiks í Músíktilraunum um vorið en mætti ekki þegar til kom. Meðlimir hennar voru þá Vernharður Jósefsson gítarleikari, Hörður Einarsson bassaleikari, Hermann G. Hermannsson söngvari og Ingi Þ. Guðmundsson trommuleikari. Síðar sama ár átti Gult að innan efni á safnspólunum Snarl og…

Gúanó-bandið (1979)

Gúanó-bandið var skammlíf hljómsveit sem kom reyndar aðeins tvisvar fram eftir því sem heimildir segja, haustið 1979. Sveitin er þó nokkuð þekkt meðal aðdáenda Bubba Morthens þar sem hún telst fyrsta hljómsveit hans á ferlinum. Líklega var sveitin aldrei stofnuð til neins annars en að vera skammtímaverkefni í kringum 1. des hátíðarhöld 1979 en sveitin innihélt…

Gypsy [2] (1985-88)

Þungarokkshljómsveitin Gypsy sigraði Músíktilraunakeppni Tónabæjar 1985 en hún var stofnuð í upphafi þess sama árs. Meðlimir sveitarinnar voru Heimir Sverrisson bassaleikari, Hallur Ingólfsson trommuleikari (XIII, Ham o.fl.), Jón Ari Ingólfsson gítarleikari, Ingólfur Ragnarsson gítarleikari (Stripshow, Dimma o.fl.) og Jóhannes Eiðsson söngvari (Sigtryggur dyravörður o.fl.). Þeir Hallur og Jón Ari eru bræður. Gypsy var nokkuð áberandi í…