Greip (1995-97)

Greip1

Greip

Hljómsveitin Greip hélt uppi stuðinu á öldurhúsum borgarinnar og sveitaböllum víða um land á árunum 1995-97, þó með einhverju hléum. Sveitin var líklega stofnuð vorið 1995 og voru þá í henni Einar Guðmundsson gítarleikari, Kristinn J. Gallagher bassaleikari, Magnús A. Hansen gítarleikari, Þórður H. Jónsson trommuleikari og Guðbjörg Ingólfsdóttir söngkona.

Eftir langt hlé (vorið 1997) tók sveitin aftur til starfa og var Magnús gítarleikari þá hættur og í hans stað var kominn Baldur Sigurðarson hljómborðsleikari.
Greip sendi frá sér lag sem eitthvað heyrðist á útvarpsstöðvunum sumarið 1997 en fljótlega upp úr því mun hún hafa lagt upp laupana.