Grammophon orkester (1912-13)

engin mynd tiltækGrammophon orkester er skráður flytjandi á einni af fyrstu hljómplötum Íslandssögunnar en engin hljómsveit með því nafni er til skráð. Í reynd voru þarna á ferð tvær hljómsveitir, annars vegar bresk herhljómsveit, The Coldstream Guard Band sem flutti enska þjóðsönginn God save the queen en hefur hér á landi löngum verið sungið undir íslenska titlinum Eldgamla ísafold, hins vegar er á plötunni að finna danska herhljómsveit, Meissners militär orkester, sem flytur íslenska þjóðsönginn, Ó, Guð vors lands en það er í fyrsta skipti sem hann var leikinn inn á hljómplötu, þessi upptaka var gerð sérstaklega fyrir Fálkann sem gaf plötuna út 1912 eða 13.

Eldgamla ísafold (God save the queen) hafði að öllum líkindum verið hljóðritað snemma árs 1911 en þjóðsöngur Íslendinga sumarið 1912.

Efni á plötum