Goðgá [2] (1978-88)

Goðgá[2] 1979

Goðgá 1979

Hljómsveitin Goðgá starfaði með hléum á höfuðborgarsvæðinu um árabil, lék að mestu á dansstöðum borgarinnar en brá einstöku fyrir sig betri fætinum til að spila á sveitaböllum.

Goðgá var stofnuð 1978, framan af voru í sveitinni Ásgeir Hólm saxófónleikari, Pétur Pétursson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari og Mjöll Hólm söngkona en þannig skipuð starfadi sveitin til 1981.

Hilmar Sverrisson hljómborðsleikari og Helgi Sigurjónsson gítarleikari og söngvari bættust síðan í hópinn en ekki liggur fyrir hvort annar gítarleikari hafi verið í Goðgá til þess tíma. Mjöll Hólm hætti að syngja með sveitinni 1982.

Um tíma (1985) lék Goðgá á dansskemmtunum sem nefndust Tónaflóð, á skemmtistað í Kópavogi, þar var Siggi Johnny titlaður tónlistarstjóri og söng hann nokkuð með sveitinni um það leyti, annars voru allt upp í tólf söngvarar sem komu fram með Goðgá á hverju kvöldi.

Meðlimir Goðgár sumarið 1987 voru Bragi og Ásgeir, Ingvi Þór Kormáksson, Guðjón Guðmundsson og Ólafur Kolbeins. Það ár léku einhverjir meðlimir sveitarinnar undir á sólóplötu Ingva Þórs, Borgarinn.

Annars er nokkuð á reiki hverjir voru í sveitinni og hvenær, til dæmis mun Stefán Gíslason hafa verið í henni um tíma, hvenær liggur þó ekki fyrir.
Goðgá starfaði allt til 1988 en þá lagði hún loks upp laupana.